Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. nóvember 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Bould: Torreira er topp leikmaður
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira var keyptur til Arsenal í sumar og hefur reynst mikilvægur á upphafi tímabils.

Hann er búinn að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið og er strax í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum sem kunna að meta þá mikla vinnu sem hann skilar inn.

Steve Bould hefur verið þjálfari hjá Arsenal síðan 2001 og er hann sammála stuðningsmönnum. Hann telur Torreira vera topp leikmann sem á framtíðina fyrir sér.

„Hann er duglegur á hverjum degi og það er aldrei neitt vandamál. Hann lítur út fyrir að vera topp leikmaður," sagði Bould.

„Hann er einn af þessum leikmönnum sem gerir hvað sem þú biður hann án þess að efast það. Maður veit að hann leggur sig allan fram við hvað sem hann gerir."

Torreira er 22 ára miðjumaður frá Úrúgvæ og hefur myndað öflugt samstarf við hinn svissneska Granit Xhaka á miðjunni.

Torreira lék í báðum tapleikjum Úrúgvæ í landsleikjahlénu, gegn Frakklandi og Brasilíu. Arsenal á fimm leiki framundan næstu tvær vikurnar, meðal annars gegn Tottenham og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner