Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. nóvember 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Treyjan hans Bödda Löpp á 1000 krónur
Böðvar Böðvarsson gefur treyju sína
Böðvar Böðvarsson gefur treyju sína
Mynd: Getty Images
Böðvar Böðvarsson, leikmaður Jagiellonia í Póllandi, gefur treyju sína til styrktar Minningarsjóðs Orra Ómarssonar - Fovarnir gegn sjálfsvígum ungs fólks.

Treyjan hans fer á svokallað lotttóuppboði og kostar miðinn aðeins 1000 krónur. Vinningshafi verður dreginn út þriðjudaginn 3. desember klukkan 19:00. Allur ágóðinn rennur í Minningarsjóð Orra Ómarssonar.

Nú þegar hafa farið fram 10 aðrar treyjur á lottó þær eru:
Sif Atladóttir - 90.000kr til Krabbameinsfélagsins
Rúnar Alex Rúnarsson - 47.000kr til Styrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna
Kári Árnason - 39.000kr til Barnaspítalasjóð Hringsins
Andri Rúnar Bjarnason 62.000kr til Parkinson samtakana.
Aron Jóhannsson 32.000kr til Barnaspítalasjóð Hringsins.
Guðlaugur Victor Pálsson 21.000kr til Barnaspítalasjóð Hringsins
Sif Atladóttir - 90.000kr til Krabbameinsfélagsins
Rúrik Gíslason 177.000kr til Konukot
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 99.000kr til styrktar Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra.
Íslenska Kvennalandsliðið 53.000kr til Parkinsonsamtakana

Því hafa 620.000kr safnast til góðgerðarmála !
Athugasemdir
banner
banner