Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. nóvember 2018 11:32
Magnús Már Einarsson
Vill að Írland ráði Heimi Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Philip O'Connor, blaðamaður Independent á Írlandi, vill að írska knattspyrnusambandið skoði Heimi Hallgrímsson sem næsta landsliðsþjálfara.

Írar eru á leið í þjálfaraleit en Martin O'Neill er hættur með liðið eftir fimm ár í starfi.

„Skoðið sem flesta, bjóðið tveggja ára samning, bannið týpur eins og Allardyce/Redknapp og einbeitið ykkur að þjálfurum sem geta hugsað skipulega og fengið leikmenn til að gera meira en væntingar standa til," sagði O'Connor á Twitter í dag.

„Margir slíkir eru uppteknir en horfið á Heimi Hallgrímsson, Hasse Backe eða Sami Hyppia."

„Lið eins og Kosta Ríka, Ísland, Svíþjóð og núna Noregur hafa sýnt hvað er hægt að gera þó að þú hafir ekki tæknilega bestu leikmennina."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner