Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. nóvember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK heldur algjörum lykilmanni - Framlengir til 2024
Einbeittur
Einbeittur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við HK, hann er nú samningsbundinn út tímabilið 2024. Fyrri samningur rann út þann 16. október.

Hægri bakvörðurinn er uppalinn hjá HK og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan seinni hluta ársins 2020 þegar hann lék með slóvakíska liðinu Spartak Trnava á láni.

Birkir lék í 19 leikjum fyrir HK í sumar í deild og bikar og skoraði 1 mark. HK fór upp úr Lengjudeildinni með því að enda í 2. sæti hennar og spilar því í Bestu deildinni næsta sumar.

Fyrir tímabilið 2022 var hann orðaður við Stjörnuna.

Sjá einnig:
Telur sig eiga heima í efstu deild

„Það er sönn ánægja að tilkynna að Birkir Valur Jónsson hefur skrifað undir 2 ára áframhaldandi samning við HK," segir í tilkynningu HK.

Birkir er fyrrum unglingalandsliðsmaður, lék á sínum tíma 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner