Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. nóvember 2022 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
HM: Gakpo og Klassenn afgreiddu sterka Senegala
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Senegal 0 - 2 Holland
0-1 Cody Gakpo ('84)
0-2 Davy Klaassen ('99)


Senegal og Holland áttust við í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins og úr varð hörkuleikur.

Bæði lið komust í góð færi í leiknum án þess þó að skora. Hollendingar komust nokkrum sinnum í góðar stöður en tókst ekki að skora á meðan Senegalar áttu fleiri og betri markiltraunir en boltinn rataði ekki í netið.

Það var ekki fyrr en á 84. mínútu sem eina mark leiksins leit dagsins ljós. Cody Gakpo skallaði þá frábæra fyrirgjöf Frenkie de Jong í netið eftir misheppnað úthlaup Edouard Mendy af marklínunni.

Þetta var fyrsta marktilraun Hollendinga sem hæfði rammann og reyndu Senegalar að jafna út átta mínútna uppbótartímann, en það tókst ekki. Þess í stað kom Davy Klaassen inn af bekknum og innsiglaði sigur Hollendinga með þriðju marktilraun þeirra appelsínugulu á rammann.

Lokatölur 0-2 og geta Senegalar verið svekktir með að tapa þessum leik eftir að hafa sýnt flotta frammistöðu.

Holland er því með þrjú stig eftir fyrstu umferðina og deilir toppsætinu með Ekvador.


Athugasemdir
banner
banner
banner