þri 22. janúar 2019 08:51
Magnús Már Einarsson
Arsenal vill James - Pogba að framlengja?
Powerade
Arsenal vill fá James Rodriguez.
Arsenal vill fá James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Pogba gæti framlengt við Manchester United.
Pogba gæti framlengt við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa skilað af sér slúðurpakka dagsins. Kíkjum á hann!



Manchester United og Paul Pogba (25) eru tilbúin að setjast niður og ræða um nýjan samning. (Sun)

Anthony Martial (23) er einnig að færast nær því að gera nýjan samning við United. (ESPN)

Arsenal er að skoða möguleikann á að fá James Rodriguez (27) á láni frá Real Madrid. James er í dag í láni hjá Bayern Munchen. (Independent)

Eden Hazard (28) leikmaður Chelsea segist ekki ætla að ganga í raðir Manchester United jafnvel þó að Zinedine Zidane taki við liðinu. (Star)

Bayern Munchen ætlar að bjóða tíu milljónir punda í Rabbi Matondo (18) framherja Manchester City en hann verður samningslaus í sumar. (Sun)

Atalanta hefur hafnað 35,28 milljón punda tilboði frá West Ham í framherjann Duvan Zapata (27). (Calciomercato)

Cardiff er að undirbúa tveggja milljóna punda tilboð í Josh Maja (20) framherja Sunderland. Hins vegar vill Sunderland fá fjórar milljónir punda fyrir hann. (Sun)

Manchester United vill ganga frá ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála áður en félagið ákveður knattspyrnustjóra til framtíðar. (Independent)

West Ham hefur sagt Marko Arnautovic (29) að hann fái að fara frá félaginu í sumar en ekki í þessum mánuði. Félög í Kína hafa sýnt Arnautovic áhuga. (London Evening Standard)

Arsenal er að íhuga að fá Emil Audero (22) markvörð Juventus en hann er í dag í láni hjá Sampdoria. Arsenal lítur á hann sem arftaka Petr Cech. (Metro)

Manchester City hefur gefist upp í baráttunni um Frenkie de Jong miðjumann Ajax en hann er a leið til PSG. (Metro)

Aboubakar Kamara (23) framherji Fulham er í viðræðum um að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor frá Tyrklandi á láni út tímabilið. (Mail)

Kamara hefur verið til vandræða undanfarnar vikur og hann hefur verið sendur á æfingar með U23 ára liði Fulham. (Telegraph)

Daniel Levy, formaður Tottenham, er tilbúinn að selja framherjann Vincent Janssen (24) á tólf milljónir punda í þessum mánuði en Hollendingurinn kom til Spurs á 17 milljónir punda. (Telegraph)

Burnley hefur áhuga á Janssen en leikmaðurinn hefur sjálfur hafnað tilboði um að ganga til liðs við Sevilla á láni. (Mail)

Liverpool verður fyrsta liðið í heimi til að tilkynna um 88,3 milljóna pund hagnað á einu ári. (Telegraph)

Bjorn Engels (24) varnarmaður Reims, sem er á láni hjá Olympiakos, segir að það yrði draumur að spila með Arsenal. (Mirror)

Aston Villa er að skoða Harold Moukoudi varnarmann Le Havre. (Birmingham Mail)

Chelsea og Manchester United eru að skoða Antoine Semenyo (19) kantmann Bristol City. (Mirror)

Romelu Lukaku (25) framherji Manchester United kom með áhugaverða færslu á Instagram í gær en þar virtist hann blása á orðróm um að hann sé á leið til Juventus. (Star)

Leeds ætlar að bjóða í Daniel James (21) kantmann Swansea í vikunni. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner