Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 22. janúar 2019 11:30
Oddur Stefánsson
Heimild: sportskeeda 
Emery hefur trú á Özil
Mynd: Getty Images
Mesut Özil sat á bekknum allan leikinn þegar Arsenal sigraði Chelsea 2-0 um helgina og var ekki með á móti West Ham þar síðustu helgi.

Özil hefur verið í basli lengi en Emery hefur ennþá trú á að fyrrum þýska landsliðsmanninum og launahæsta leikmanni Arsenal.

„Hann var leikhæfur á laugardaginn, en við ákváðum að nota hann ekki," sagði Emery.

„Ég talaði við hann og sagði honum að ég vildi að hann yrði tilbúinn fyrir Chelsea leikinn og næstu leiki, eins og allir hinir leikmennirnir."

„Ég hefði haft fulla trú á honum ef hann hefði spilað gegn Chelsea," sagði Emery.

„Hann getur gert það sem við viljum að hann geri og í næstu leikjum þurfum við á öllum okkar leikmönnum að halda og hæfileikum hans."

Arsenal spilar á móti Manchester United í næstu umferð enska bikarsins á föstudaginn og verður spennandi að sjá hvort að Özil nái sæti í byrjunarliði Arsenal þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner