Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. janúar 2019 12:59
Elvar Geir Magnússon
Emil Hallfreðs riftir samningi við Frosinone
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur rift samningi sínum við ítalska félagið Frosinone.

Emil skrifaði undir tveggja ára samning við Frosinone síðasta sumar en hefur ekki spilað síðan 5. otkóber vegna hnémeiðsla,

Þessi 34 ára miðjumaður fór í aðgerð í desember og er enn á meiðslalistanum,

Emil hefur stærstan hluta ferils síns spilað á Ítalíu en hann hefur leikið tæplega 300 leiki fyrir Reggina, Verona og Udinese.

Frosinone er í erfiðri stöðu í ítölsku A-deildinni, liðið er með 10 stig og situr í fallsæti, sjö stigum frá öruggu sæti.

Emil hefur leikið 67 landsleiki fyrir Ísland en hann var besti leikmaður landsliðsins á HM í Rússlandi í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner