Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. janúar 2019 12:15
Elvar Geir Magnússon
Emiliano Sala - Fæddist í Argentínu en orðsporið varð til í Frakklandi
Emiliano Sala.
Emiliano Sala.
Mynd: Nantes
Mynd: Getty Images
Aðeins þremur dögum eftir að hafa skrifað undir samning við Cardiff City var Emiliano Sala um borð í lítilli flugvél sem hvarf yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Hann og flugmaður voru einir um borð.

Sjá einnig:
Uppfærðar fréttir af málinu

Hér er umfjöllun frá BBC um Sala:

Emiliano Sala fæddist í Santa Fe í Argentínu - en það var í Frakklandi sem orðspor hans fæddist.

Hann er meðal fimm markahæstu manna í frönsku Ligue 1 á þessu tímabili, Sala hefur skorað 12 mörk og er með meira en mark í hverjum tveimur leikjum.

Það fékk Cardiff til að borga Nantes fimmtán milljónir punda fyrir leikmann sem hefur allan sinn atvinnumannaferil spilað í Frakklandi. Hann varð þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Sala fæddist 31. október 1990 í litlum bæ, Cululu, í Santa Fe héraði sem er um 550 kílómetrum norð-vestur af Buenos Aires.

Eftir að hafa komið í gegnum barna- og unglingastarf argentínska félagsins Club Proyecto Crecer flutti hann til Frakklands og skrifaði undir hjá Bordeaux.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bordeaux 21 árs gamall en fékk ekki margar mínútur og var þá lánaður. Tímabilin 2012-13 og 2013-14 var hann hjá US Orleans og Niort og skoraði 37 mörk í 74 leikjum.

Hann var svo lánaður til Caen 2015 og hélt áfram að skora. Nantes ákvað þá að kaupa þennan sóknarmann, sem er 1,87 metrar á hæð, fyrir eina milljón evra.

Þrumur og hálfu ári síðar, og 42 mörkum, kom áhugi frá ensku úrvalsdeildinni. West Ham, Everton, Leicester, Crystal Palace, Fulham og Southampton voru öll orðuð við Sala en það var Cardiff sem fékk hann með því að borga metfé. Gary Medel var áður dýrasti leikmaður Cardiff, keyptur fyrir 11 milljónir punda.

„Það er mikil ánægja að skrifa undir þennan samning og ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa, hitta nýju liðsfélaga mína og vinna fyrir félagið," sagði Sala þegar hann var kynntur hjá Cardiff.„Ég veit að áskorunin er stór en saman munum við ná þessu."

Tveimur dögum síðar setti hann á Twitter mynd af sér og félögum sínum hjá Nantes. Við myndina stendur 'Ciao'.

Athugasemdir
banner