Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 22. janúar 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Ferdinand drakk ógurlegt magn af áfengi í byrjun ferilsins
Ferdinand í leik með West Ham.  Hann sér eftir mikilli drykkju í byrjun ferilsins.
Ferdinand í leik með West Ham. Hann sér eftir mikilli drykkju í byrjun ferilsins.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur opnað sig um mikla drykkju í byrjun fótboltaferilsins.

Hinn fertugi Ferdinand segist sjá mikið eftir því hversu mikið áfengi hann drakk í byrjun meistaraflokksferilsins þegar hann var á mála hjá West Ham.

„Ég segi alltaf við fólk sem spyr mig hvort ég sjái eftir einhverju á ferlinum og þá segi ég að ég hefði viljað sleppa því að drekka áfengi," sagði Ferdinand í viðtali við The Guaridan.

„Ég drakk mikið þegar ég var yngri. Ég gat drukkið átta, níu eða tíu glös af Guinness. Síðan fór ég yfir í vodka. Ég gat drukkið allan daginn, vaknað síðan og drukkið aftur þegar ég var yngri."

Aðspurður hvort hann hafi verið drukknari en aðrir fótboltamenn á sagði Ferdinand: „Þegar ég var yngri. Ég var brjálæðingur."

„Þegar ég var hjá West Ham...ég man ekki eftir öllu frá ferlinum þar. Fólk talar um frammistöðu og úrslit í ákveðnum leikjum og þá sit ég bara og hristi höfuðið. Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru að tala um. Ég man ekki eftir því," sagði Ferdinand sem fór alltaf út að skemmta sér eftir leiki hjá West Ham.

„Ég drakk á laugardögum eða sunnudögum. Þetta var öðruvísi menning. Bilun. Það var drykkjumenning hjá West Ham. Fótbolti, drykkir og næturklúbbar. Þannig var þetta. Þannig lifði ég á þessum tíma."

Eftir að Manchester United keypti Ferdinand frá Leeds á 30 milljónir punda árið 2002 segist hann hafa breytt líferni sínu og einungis drukkið áfengi þegar hann var í sumarfríi.
Athugasemdir
banner
banner
banner