Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. janúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard: Real Madrid? Af hverju ekki
Mynd: Getty Images
Eden Hazard hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarin ár og var nálægt því að taka ákvörðun um að ganga til liðs við spænska stórveldið síðasta sumar.

Á endanum tókst Maurizio Sarri að sannfæra stórstjörnuna um að vera áfram hjá Chelsea.

„Fara til Real Madrid? Af hverju ekki," svaraði Hazard þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti sín til Real Madrid í gær.

„Þið eruð alltaf að spyrja mig að sömu spurningunni og þið vitið svarið við henni. Ég skil ekki hvers vegna þið haldið áfram að spyrja.

„Ég hef unnið allt á Englandi nema Góðgerðarskjöldinn og langar að spila í öðru landi. Það eru samt aðrir hlutir sem gætu sannfært mig um að vera áfram hjá félaginu."


Hazard er lykilmaður í belgíska landsliðinu og talinn vera einn besti framherji heims. Hann var spurður hvort brottför Zinedine Zidane frá Real Madrid hafi haft áhrif á ákvörðun hans síðasta sumar.

„Eftir HM vildi ég yfirgefa Chelsea en á endanum varð ég áfram og er að eiga eitt af mínum bestu tímabilum.

„Hafði Zidane áhrif á ákvörðun mína? Ef hann tekur við Manchester á morgun, til að taka dæmi, þá myndi ég ekki fylgja honum."


Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, þremur stigum fyrir ofan Arsenal og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner