Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. janúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kamara á leið til Tyrklands á láni
Mynd: Getty Images
Aboubakar Kamara er á leið til tyrkneska félagsins Yeni Malatyaspor á láni út tímabilið.

Kamara er franskur sóknarmaður sem gekk í raðir Fulham fyrir einu og hálfu ári og hefur gert 12 mörk í 50 leikjum fyrir félagið.

Hann féll úr náðinni hjá Claudio Ranieri, stjóra Fulham, á dögunum eftir að hafa lent uppi á kanti við Aleksandar Mitrovic í jógatíma.

Ranieri var ekki ánægður með hegðun Kamara í deilunum en þetta er í annað skipti sem þeir eru opinberlega ósáttir á skömmum tíma, eftir að Kamara brenndi af vítaspyrnu sem Mitrovic átti að taka í mikilvægum botnslag rétt fyrir áramót.

Kamara, sem er 23 ára, hefur verið látinn æfa með U23 liði Fulham síðustu vikuna. Hann á að fara í læknisskoðun í Tyrklandi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner