Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool að bæta gróðamet Leicester
Mynd: Getty Images
Ensk félög þurfa að skila inn bókhaldinu fyrir síðasta tímabil til skattayfirvalda í mars og er útlit fyrir að Liverpool muni bæta gróðamet Leicester City frá tímabilinu 2016-17.

Leicester vann ensku úrvalsdeildina óvænt ári fyrr og græddi í kjölfarið gífurlegar upphæðir með því að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Félagið skilaði 92.5 milljón punda hagnaði fyrir það tímabil en líkur eru á að Liverpool hafi þénað yfir 100 milljónir í fyrra.

Liverpool fékk mikinn pening úr Meistaradeildinni, eða rúmlega 70 milljónir punda, og fyrir söluna á Philippe Coutinho til Barcelona, sem borgaði rúmlega 100 milljónir fyrir Brassann.
Athugasemdir
banner
banner
banner