Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 10:28
Magnús Már Einarsson
Ronaldo í skilorðsbundið fangelsi - 18 milljónir evra í sekt
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo þarf að greiða 18,8 milljón evra (16,6 milljóna punda) sekt eftir skattalagabrot á Spáni. Þetta var niðurstaðan í dómsal í morgun.

Ronaldo var ákærður fyrir skattsvik á árunum 2010 til 2014 þegar hann lék með Real Madrid.

Portúgalinn var dæmdur í 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi en á Spáni þarf ekki að fara í fangelsi fyrir brot sem varða undir tveggja ára fangelsi.

Ronaldo mætti sjálfur í dómsal í morgun með eiginkonu sinni Georgina Rodriguez en fjöldi fjölmiðlamanna var á svæðinu.

Ronaldo hafði óskað eftir því að fá að bera vitni í gegnum myndband til að losna við ágang fjölmiðla en þeirri beiðni var hafnað.

Hér má sjá Ronaldo mæta í dómsal í morgun.

Athugasemdir
banner
banner
banner