Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 13:36
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Nantes safnast saman með gula túlípana
Stuðningsmenn Nantes.
Stuðningsmenn Nantes.
Mynd: Getty Images
Emiliano Sala.
Emiliano Sala.
Mynd: Nantes
Stuðningsmenn franska liðsins Nantes ætla að koma saman á Place Royale torginu í miðbænum í kvöld og leggja gula túlípana við gosbrunn sem þar er.

Þetta er til að sýna að hugur þeirra sé hjá argentínska fótboltamanninum Emiliano Sala.

Sjá einnig:
Uppfærðar fréttir af málinu
Emiliano Sala - Fæddist í Argentínu en orðsporið varð til í Frakklandi

Sala gerði á dögunum samning við Cardiff City og var í flugvél á leið frá Nantes til Cardiff þegar vélin hvarf af ratsjám. Óttast er að Sala sé látinn ásamt flugmanni vélarinnar en þeir voru tveir um borð.

„Stuðningsmenn Cardiff voru spenntir fyrir Sala. Fótbolti er aukaatriði á þessari stundu. Fótboltasamfélagið stendur saman á svona tímum og margir hafa haft samband og spurt hvort þeir geti aðstoðað," segir Keith Morgan, formaður stuðningsmannafélags Cardiff.

„Okkur er sagt að flugvélin hafi misst stjórn yfir Ermarsundi. Ég er alveg orðlaus, við erum áhyggjufull og það er örvænting," segir Horatio, faðir Sala.

„Ég held enn í vonina um að hann finnist á lífi. Hann er kurteis og góður drengur sem öllum líkar vel við. Ég held að hann hafi komið aftur til Nantes því hann vildi kveðja vini sína." segir Waldemar Kita, forseti Nantes.


Athugasemdir
banner
banner
banner