Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. janúar 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham þarf að bíða áfram eftir Son
Mynd: Getty Images
Tottenham þarf að bíða aðeins lengur eftir Son Heung-min þar sem Suður-Kórea komst í dag áfram í Asíukeppninni.

Suður-Kórea spilaði við Barein í 16-liða úrslitum og bar þar sigur úr býtum, 2-1. Suður-Kórea þurfti framlengingu til að klára viðureignina.

Varamaðurinn Jin-Su Kim skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar, en það tryggði Suður-Kóreu sigurinn. Hann skoraði með góðum skalla 10 mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Suður Kórea mun mæta Katar í 8-liða úrslitunum, sem eru 25. janúar. Undanúrslitin eru 28. og 29. janúar og sjálfur úrslitaleikurinn fer fram 1. febrúar.

Tottenham gæti því verið án Son til 1. febrúar, en liðið er líka án Dele Alli Harry Kane fram í mars. Það kemur auðvitað til með að hafa mikil áhrif á sóknarleik Lundúnafélagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner