banner
   fös 22. janúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Dyche um gengi Liverpool: Ekkert til að hafa áhyggjur af
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var kampakátur eftir 1-0 sigurinn á Liverpool í gær en liðið var það fyrsta til að vinna Liverpool á Anfield í fjögur ár.

Liverpool hafði ekki tapað á Anfield í deildinni í 68 leikjum en það var vítaspyrna Ashley Barnes sem sá til þess að Burnley ynni leikinn.

„Þetta var alvöru vakt hjá leikmönnunum. Magnað framlag sem þarfa að fara í þessar frammistöður þegar maður spilar á svona völlum," sagði Dyche.

„Þeir fengu sín færi en það voru engin rosaleg færi. Fyrir utan þetta færi hjá Origi og vörsluna hjá Nick Pope þá var ekki mikið af færum og það var mjög þægilegt en það var sætt að ná inn marki og það úr vítaspyrnu, eitthvað sem við fáum ekki mikið af."

„Það er nánast ómögulegt að geta fengið svona fáar vítaspyrnur, þannig ég var ánægður með það. Þetta var vítaspyrna í mínum huga og ég hef horft á þetta aftur. Barnes gerði vel í þessu atviki."

„Það klikkaða við þessa sögu okkar í deildinni er að við höfum aðeins tapað tveimur leikjum, þó við höfum spilað vel og allt í einu er sagan önnur. Þetta eru flóknu atriðin við að spila í þessari deild því sagan breytist eftir hvern leik."


Dyche segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af gengi Liverpool upp á síðkastið.

„Ég held að þetta sé ekkert áhyggjuefni fyrir Liverpool. Þeir hafa misst dampinn í nokkrum leikjum en það getur gerst, líka hjá stóru liðunum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner