Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. janúar 2021 11:51
Elvar Geir Magnússon
Mikil ánægja með Moyes sem fær nýjan samning
David Moyes, stjóri West Ham.
David Moyes, stjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn West Ham eru hæstánægðir með þróun liðsins undir stjórn David Moyes og ætla að verðlauna hann með því að bjóða nýjan samning í lok tímabilsins.

Það styttist í að 18 mánaða samningur við Moyes klárist en það er klásúla um að framlengja honum um eitt ár. Vilji West Ham er þó að hann geri nýjan langtíma samning.

Moyes tók fyrst við West Ham í nóvember 2018 eftir að Slaven Bilic var rekinn. Hann náði ætlunarverki sínu með því að bjarga liðinu frá falli en þrátt fyrir það ákvað félagið að leita annað og réðu Manuel Pellegrini eftir tímabilið.

Valdamestu menn West Ham hafa viðurkennt að mistök hafi verið gerð með því að halda ekki Moyes sem var ráðinn aftur til félagsins í desember 2019.

West Ham er nú í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá Liverpool sem er í fjórða sætinu.

Moyes hefur komið með mikinn stöðugleika í West Ham og hefur gert klóka hluti á leikmannamarkaðnum með takmarkað fjárráð. Jarrod Bowen, Tomas Soucek, Craig Dawson og Vladimir Coufal hafa allir spilað virkilega vel síðan þeir voru fengnir til félagsins.

Sjá einnig:
Moyes hlaðinn lofi fyrir breytinguna á West Ham
Athugasemdir
banner
banner
banner