Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. janúar 2021 16:15
Enski boltinn
„Pirringur og gremja í kringum Liverpool"
Mynd: Getty Images
„Mér finnst vera meiri pirringur og gremja í kringum liðið og það er eins og þeir viti ekki hvernig eigi að bregðast við því," sagði Orri Freyr Rúnarsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag þar sem rætt var um Liverpool.

Liverpool hefur ekki skorað í fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni og er nú sex stigum frá toppliði Manchester United.

Jóhann Már Helgason sagði: „Það er skrýtið vibe í kringum Mohamed Salah. Það er eitthvað óljóst með framtíð sína. Hann var ósáttur við að fá ekki fyrirliðabandið í einhverjum leik og hann er ekki eins og hann á að vera."

„Sadio Mane hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili. Þegar þeir voru í vandræðum á síðasta tímabili kom hann með heimsklassa fléttu og kláraði leiki. Hann hefur ekki verið að gera það núna."


Nánar var rætt um markaleysi Liverpool í þætti dagsins.
Enski boltinn - Krísa Chelsea og topplið Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner