Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. janúar 2023 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: Sverrir skellti toppliði Panathinaikos - Samúel Kári tryggði stig á móti meisturunum
Samúel Kári skoraði jöfnunarmarkið gegn Olympiakos
Samúel Kári skoraði jöfnunarmarkið gegn Olympiakos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson skoraði annað mark sitt fyrir Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í kvöld er hann tryggði stig gegn meistaraliði Olympiakos, 1-1.

Samúel kom til Atromitos frá Viking síðasta sumar og hefur spilað vel í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í.

Hann og Viðar Örn Kjartansson voru báðir í byrjunarliði Atromitos í kvöld.

Samúel jafnaði metin á 64. mínútu leiksins með góðu marki. Það var þó spurningamerki hvort það fengi að standa vegna mögulegrar rangstöðu og eflaust mikill léttir fyrir Samúel þegar dómarinn dæmdi það gott og gilt.

Þeir félagarnir í Atromitos fóru báðir af velli á 82. mínútu og tókst liðinu að halda út. Olympiakos er í 4. sæti með 39 stig en Atromitos í 7. sæti með 24 stig.

Panathinaikos var án Harðar Björgvins Magnússonar er liðið tapaði fyrir Sverri Inga Ingasyni og félögum í PAOK, 3-0, á Leoforos-leikvanginum í dag.

Hörður hefur misst af síðustu leikjum Panathinaikos vegna meiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem Sverrir hefur betur gegn liðinu.

Sverrir lék allan leikinn og var eins og klettur í vörn gestanna. Eins og staðan er í dag í grísku deildinni situr Panathinaikos á toppnum með 45 stig og nú aðeins einu stigi á undan AEK. Á meðan er PAOK í 3. sæti með 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner