Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2023 10:13
Brynjar Ingi Erluson
Kiwior búinn í læknisskoðun hjá Arsenal - Líklega kynntur í dag
Jakub Kiwior
Jakub Kiwior
Mynd: Getty Images
Pólski miðvörðurinn Jakub Kiwior er skrefi nær því að ganga til liðs við Arsenal frá Spezia en hann er búinn í læknisskoðun og á aðeins eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en hann verður kynntur.

Kiwior er 22 ára gamall og spilað með Spezia síðustu tvö ár en hann kom til félagsins frá Zilina í Slóvakíu.

Varnarmaðurinn spilaði fjóra leiki pólska landsliðsins á HM í Katar undir lok síðasta árs.

Allt er á uppleið hjá þessum frambærilega leikmanni en hann er nú nálægt því að ganga í raðir toppliðs Arsenal á Englandi.

Arsenal er búið að ná samkomulagi við Spezia um kaupverð en félagið greiðir 20 milljónir punda og gerir hann langtímasamning við enska félagið.

Kiwior stóðst læknisskoðun í dag og á aðeins eftir að skrifa undir samninginn áður en hann verður kynntur.

Þetta verða önnur kaup Arsenal í glugganum eftir að það fékk Leandro Trossard frá Brighton. Félagið vill fá Ivan Fresneda frá Real Valladolid og einn miðjumann áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner