Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2023 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Nökkvi tapaði toppslag - Alfons kom inn af bekknum í sigri
Nökkvi Þeyr Þórisson tapaði öðrum deildarleiknum í röð
Nökkvi Þeyr Þórisson tapaði öðrum deildarleiknum í röð
Mynd: KSÍ
Jónatan Ingi skoraði í æfingaleik með Sogndal
Jónatan Ingi skoraði í æfingaleik með Sogndal
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar hans í Beerschot í Belgíu töpuðu öðrum leik sínum í röð í B-deildinni er liðið tapaði fyrir Beveren, 2-0, í dag.

Nökkvi var í byrjunarliði Beerschot í dag. Liðið var með mikla yfirburði í leiknum en gat ekki nýtt sér það.

Íslendingurinn fór af velli á 84. mínútu leiksins en Beerschot er í 3. sæti B-deildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir toppliði Beveren.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Alanyaspor sem gerði 2-2 jafntefli við lærisveina Andrea Pirlo í Karagumruk. Fabio Borini skoraði bæði mörk Karagumruk en það má setja spurningamerki við Rúnar í öðru markinu er hann fór út í fyrirgjöf sem hann reyndi að kýla út úr teignum en lenti fyrir lappirnar á Borini sem skoraði. Alanyaspor er í 9. sæti tyrknesku deildarinnar með 25 stig.

Blikinn Alfons Samspted kom inn af bekknum á 62. mínútu er Twente vann 2-0 sigur á Utrecht. Twente hefur fengið á sig fæst mörk í deildinni eða níu talsins og situr í 4. sæti hollensku deildarinnar með 34 stig.

AGF og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í æfingaleik á Spáni í dag en Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF. Hann fór af velli á 88. mínútu leiksins. Brynjar Ingi Bjarnason kom inná sem varamaður í lið Vålerenga þegar hálftími var eftir.

Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru báðir á skotskónum í 9-0 sigri Sogndal á Floro í æfingaleik í gær. Báðir eru lykilmenn hjá Sogndal. Hörður Ingi Gunnarsson kom einnig við sögu í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner