Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2023 16:40
Brynjar Ingi Erluson
Stones: Sá ekki ummæli Pep
John Stones
John Stones
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
John Stones, varnarmaður Manchester City, átti góðan leik er liðið vann 3-0 sigur á Wolves á Etihad-leikvanginum í dag.

Stones var traustur í vörn liðsins er liðið hélt hreinu en Man City hefur verið að hleypa á sig mikið af mörkum í síðustu leikjum.

Pep Guardiola, stjóri Man City, talaði um það eftir síðasta leik að hann væri verulega vonsvikinn með spilamennsku liðsins en Stones sá ekki þau ummæli.

„Ég sá ekki ummælin hjá Pep, en ég veit hvað hann sagði við okkur í hálfleik og hvað hann vill fá frá okkur. Hann veit hvað við erum færir um að gera og við leikmennirnir vitum þegar við erum ekki að spila vel. Við komum inn í þann síðari hálfleik og sýndum en það var heldur seint þó við höfum náð í sigurinn.“

„Við vissum hvað við þurftum að gera í dag og gerðum það. Þolinmæðin og þráin var til staðar og við vorum að skora mörk og skapa færi. Það er auðvitað stórt að halda hreinu líka.“


Erling Braut Haaland skoraði fjórðu þrennuna á tímabilinu en var síðan skipt af velli. Hann er með 25 mörk í deildinni.

„Þetta eru gæðin hans. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd og hann heldur bara áfram að raða inn mörkum. Við höfum fengið mörg góð mörk frá mismunandi leikmönnum sem hafa komið af bekknum og frá þeim sem byrja, eins og tildæmis með Mahrez í síðasta leik. Ég vil ekki bara setja þetta allt á Haaland. Við þurfum allir að leggja okkur fram og við erum að gera það en þegar hann skorar þrjú í leik er það erfitt að tala um annað.“

„Þekkjandi Haaland sem manneskju og hvernig hann er á æfingasvæðinu og á æfingu er ástæðan fyrir því að við höfum náð svona miklum árangri. Haaland skoraði þrjú, við héldum hreinu og svo fáum við geggjaða skiptingu í Alvarez.“


Stones er ekkert að spá í toppliði Arsenal og bendir á að Man City sé meistari af ástæðu.

„Þetta snýst bara um okkur. Ég hef sagt það oft og mörgum sinnum. Við getum verið okkar versti óvinur á köflum en við verðum að halda einbeitingu. Við getum séð hvar við erum og tekið einn leik í einu. Við erum meistarar af ástæðu og við viljum verða meistarar aftur þannig við þurfum að koma okkur í sem besta stöðu fyrir það. Halda áfram að vinna leiki og halda hreinu og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Stones.
Athugasemdir
banner
banner
banner