Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michu var í uppáhaldi hjá Haaland
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland, sóknarmaður Borussia Dortmund, leit víst upp til Spánverjans Michu þegar hann var yngri.

Haaland var keyptur til Dortmund frá Salzburg í janúar og hefur hann farið á kostum hjá þýska félaginu. Hann hefur skorað sjö mörk í 11 keppnisleikjum til þessa, þar af tvö mörk gegn PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

Haaland, sem er 19 ára gamall Norðmaður, var mikill aðdáandi Michu er hann var yngri. Wales Online fjallar um þetta.

Michu sló í gegn hjá Swansea tímabilið 2012/2013 þegar hann skoraði 22 mörk í 43 keppnisleikjum. Það var hans besta tímabil. Hann lagði skóna á hilluna árið 2017.

Á samfélagsmiðlinum Instagram er Haaland með nokkrar myndir sem hann hefur merkt Michu inn á.

Michu hafði gaman að því að heyra af þessu. „Þetta er heiður. Ég held að hann verði leikmaður í heimsklassa," sagði Michu í samtali við AS.

Spánverjinn sagði einnig: „Hann er miklu betri leikmaður en ég."


Athugasemdir
banner
banner