Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. mars 2019 09:21
Elvar Geir Magnússon
Andorra
18% spá því að Ísland misstígi sig í Andorra
Icelandair
Frá æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Andorra í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni EM, leikurinn hefst 19:45 að íslenskum tíma.

Veðmálafyrirtæki gefa háa stuðla á að Andorra fái eitthvað út úr leiknum. Bet365 er til að mynda með 21,0 á sigur Andorra og 7,0 á janftefli meðan 1,20 er á íslenskan sigur.

Aðeins einn leikur í dag býður upp á óvæntari úrslit, það er ef Moldavía næði einhverju gegn heimsmeisturum Frakklands í sama riðli.

Síðustu daga hefur Fótbolti.net verið með könnun á forsíðunni um landsleik Andorra og Íslands. 82% spá íslenskum sigri en 18% að strákarnir okkar misstígi sig.

Hvernig fer gegn Andorra?
36% Öruggur sigur Íslands
46% Tæpt en þó sigur
18% Ísland nær ekki að vinna

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner