fös 22. mars 2019 12:49
Ívan Guðjón Baldursson
Adam Johnson frjáls ferða sinna - Erfitt að endurlífga ferilinn
Mynd: Daily Mail
Adam Johnson losnaði úr fangelsi í dag en hann fékk sex ára fangelsisdóm fyrir að tæla og snerta fimmtán ára stelpu kynferðislega þegar hann var leikmaður Sunderland. Stelpan var aðdáandi Johnson og Sunderland.

Johnson sat inni í þrjú ár og verður 32 ára í júlí. Hann á 12 A-landsleiki að baki fyrir England og 27 fyrir yngri landsliðin.

Daily Mail setti sig í samband við öll C- og D-deildarfélög sem eru í innan við dagsferð frá heimili Johnson og spurði hvort þau myndu ráða manninn til sín. Öll félögin svöruðu neitandi.

Þá hringdi fréttamaður blaðsins alla leið til Kína til að athuga hvort leikmaðurinn gæti fengið að spila þar. Svörin voru á þá leið að sakaskrá knattspyrnumanna sem koma til landsins er skoðuð gaumgæfilega og þar af leiðandi ekki möguleiki að Johnson fái atvinnuleyfi í Kína.

Svipaðar reglur eru í gildi í Bandaríkjunum, Ástralíu og Sádí-Arabíu sem takmarkar framtíðarmöguleika Johnson í knattspyrnuheiminum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner