Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. mars 2019 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Æfingaleikur: Stjarnan vann sænskt lið á Spáni
Sigrún Ella skoraði í æfingaleik á Spáni.
Sigrún Ella skoraði í æfingaleik á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 5 - 1 Hittarps IK
0-1 Emilia Jönsson
1-1 Sigrún Ella Einarsdóttir
2-1 Elín Helga Ingadóttir
3-1 Gyða Gunnarsdóttir
4-1 Renae Cuellar
5-1 Jana Sól Valdimarsdóttir

Kvennalið Stjörnunnar undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar lék æfingaleik í gær gegn sænska liðinu Hittarps IK sem leikur í 2. deildinni þar í landi.

Æfingaleikurinn fór fram á seinasta degi æfingaferðar Stjörnuliðsins á Spáni. Eftir að staðan hafi verið jöfn 1-1 í hálfleik skoruðu Stjörnustelpur fjögur mörk í þeim seinni og unnu þegar upp er staðið 5-1 sigur.

Sigrún Ella Einarsdóttir jafnaði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en í þeim seinni skoruðu þær Elín Helga Ingadóttir, Gyða Gunnarsdóttir, Renae Cuellar og Jana Sól Valdimarsdóttir eitt mark hver.
Athugasemdir
banner
banner
banner