Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. mars 2019 10:44
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Birkir Már getur farið yfir Eið Smára í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Vals og íslenska landsliðsins, getur jafnað Hermann Hreiðarsson á landsleikjum spili hann gegn Andorru í kvöld.

Birkir Már hefur leikið 88 sinnum fyrir A-landsliðið sem eru jafn margir leikir og Eiður Smári Guðjohnsen lék á sínum landsliðsferli.

Líklegt er að Birkir byrji leikinn gegn Andorru sem verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Leikurinn byrjar 19:45 en útsending hefst 19:15.

Birkir getur orðið næstlandsleikjahæstur ásamt Hermanni en ólíklegt er að hann nái Rúnari Kristinssyni sem lék 104 sinnum fyrir landsliðið.

Leikjahæstu landsliðsmennirnir (af vefsíðu RÚV):
1. Rúnar Kristinsson (1987-2004) - 104
2. Hermann Hreiðarsson (1996-2011) - 89
3. Eiður Smári Guðjohnsen (1996-2016) - 88
3. Birkir Már Sævarsson (2007- ) - 88
5. Ragnar Sigurðsson (2007- ) - 84
6. Aron Einar Gunnarsson (2008- ) - 81
7. Guðni Bergsson (1984- ) - 80
8. Brynjar Björn Gunnarsson (1997-2009) - 74
8. Birkir Kristinsson (1988-2004) - 74
8. Birkir Bjarnason (2010- ) 74
11. Arnór Guðjohnsen (1979-1997) - 73
11. Kári Árnason (2005- ) - 73
13. Ólafur Þórðarson (1984-1996) - 72
14. Arnar Grétarsson (1991-2004) - 71
14. Árni Gautur Arason (1998-2010) - 71
14. Jóhann Berg Guðmundsson (2008- ) - 71
17. Atli Eðvaldsson (1976-1991) - 70
18. Sævar Jónsson (1980-1992) - 69
19. Marteinn Geirsson (1971-1982) - 67
19. Emil Hallfreðsson (2005- ) - 67
Athugasemdir
banner
banner
banner