banner
   fös 22. mars 2019 21:47
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Íslands: Raggi bestur
Icelandair
Jóhann Berg í leiknum í kvöld.
Jóhann Berg í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland byrjaði undankeppnina fyrir EM 2020 á því að ná í þrjú stig gegn Andorra á útivelli. Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir leikinn.

Hannes Þór Halldórsson 7
Traustur í öllu því sem hann gerði.

Birkir Már Sævarsson 7
Er vanur því að spila í Egilshöllinni og undirlagið í kvöld ekki ósvipað! Átti stoðsendingu í marki Viðars.

Ragnar Sigurðsson 8 - Maður leiksins
Fær stoðsendingu fyrir markið sem Birkir skoraði.

Kári Árnason 7
Alltaf öflugur þegar hann klæðist landsliðsbúningnum.

Ari Freyr Skúlason 6
Átti fínan leik í bakverðinum og skilaði því sem ætlast var af honum.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Var sprækur og sýndi rispur þar sem gæði hans komu bersýnilega fram. Var nálægt því að skora í seinni hálfleik þegar hann skallaði rétt framhjá.

Aron Einar Gunnarsson 7
Fyrirliðinn lék vel í þær 63 mínútur sem hann spilaði. Manni líður alltaf betur að sjá hann á vellinum og samherjar hans eru því sammála, þó líkami hans sé ekki búinn til fyrir gervigras.

Birkir Bjarnason 7
Kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik.

Arnór Sigurðsson 6
Þessi efnilegi leikmaður var vel á tánum í sínum þriðja landsleik.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Liðinu gríðarlega mikilvægur, ekki síst í leikjum sem þessum sem við erum að stýra.

Alfreð Finnbogason 6
Lék í 70 mínútur. Var nálægt því að skora í fyrri hálfleik og átti að nýta það færi.

Varamenn:

Rúnar Már Sigurjónsson 6
Kom inn á 63. mínútu og fyllti skarð Arons af öryggi.

Viðar Örn Kjartansson 8
Kom inn á 70. mínútu og skoraði annað mark Íslands þegar hann kláraði á magnaðan hátt! Alvöru innkoma.

Arnór Ingvi spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner