banner
   fös 22. mars 2019 12:05
Ívan Guðjón Baldursson
Fréttatilkynning: Nýtt snjallsímaforrit fyrir íslensk félög
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
ÍTF, KSÍ og Pez hafa undirritað samning um þróun og uppsetningu á miðasölu og upplýsingaappi fyrir ÍTF og félögin í Pepsi-deildunum og Inkassodeildunum.

Appið verður kynnt ítarlega fljótlega en í því felst m.a.:
Sameiginlegur vettvangur allra félaganna
Auðvelt fyrir stuðningsmenn að nálgast upplýsingar um sitt lið
Miðasala á alla leiki
Fréttir og upplýsingar um stöðu, leikjaplan o.fl.
Aukin þjónusta við stuðningsmenn
Beint samband félaga við stuðningsmenn félagsins

Í appinu verða helstu upplýsingar um deildirnar auk þess sem stuðningsmenn/notendur geta valið sitt lið og breytt útliti þannig að það tengist aðeins viðkomandi liði. Félögin geta nálgast sína stuðningmenn með tilkynningum og upplýsingum í gegnum appið og mikilvægast er að möguleiki verður á miðasölu í gegnum það með mjög auðveldum hætti.

Appið er unnið að frumkvæði ÍTF og gert í samstarfi við KSÍ og mun það þjóna félögunum og stuðningsmönnum þeirra með betri upplýsingagjöf og auðveldari aðgangi að miðasölu. Frekari kynning á appinu verður fljótlega.

Með þessu er stigið jákvætt skref í aukinni þjónustu við áhugamenn um íslenska knattspyrnu og vonandi skilar það sér í meiri áhuga og fleiri áhorfendum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner