fös 22. mars 2019 18:49
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Leikmyndin þannig að Ari hentar betur en Hörður
Icelandair
Freyr og Erik Hamren fara yfir málin í Andorra.
Freyr og Erik Hamren fara yfir málin í Andorra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir í viðtali við RÚV að Aron Einar Gunnarsson sé klár í að spila 90 mínútur gegn Andorra í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

„Aron var bara fínn eftir æfinguna í gær. Völlurinn er bara ágætur og er búinn að æfa vel í vikunni og við treystum honum 100%. Hvort hann spili 90 mínútur, hann getur það en við skulum bara sjá hvernig leikurinn þróast." sagði Freyr í viðtali við RÚV eftir að byrjunarliðið var opinberað.

Umræða var um hvort Aroni yrði hlíft við gervigrasinu í kvöld.

„4-4-2 og Gylfi spilar sem senter eða miðjumaður eftir því sem hentar hverju sinni í frjálsu hlutverki, það er uppleggið í dag."

Hörður Björgvin Magnússon byrjar á bekknum en Ari Freyr Skúlason er í byrjunarliðinu.

„Ari hefur aðra eiginleika heldur en Hörður, með frábærar fyrirgjafir og öflugur sóknarmaður, sterkur í stutta spilinu. Við teljum að leikmyndin verði þannig að það henti okkur betur að hafa Ara Frey í liðinu frekar en Hörð Björgvin að þessu sinni." sagði Freyr.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner