Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. mars 2019 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Jon Walters leggur skóna á hilluna vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Jonathan Walters er búinn að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra meiðsla sem hann er að glíma við þessa stundina.

Walters er 35 ára gamall og býr yfir gífurlegri reynslu úr enska boltanum eftir 18 ára feril sem atvinnumaður.

Hann spilaði sem framherji og gerði garðinn frægan með Ipswich, Stoke og írska landsliðinu. Hann er eini leikmaður sögunnar til að hafa skorað þrennu fyrir Stoke í ensku úrvalsdeildinni.

Walters er þekktur fyrir mikla vinnusemi og elju en hann var aldrei mikill markaskorari og gerði mest 13 mörk á einu tímabili þrátt fyrir að vera fastamaður í byrjunarliðum hvert sem hann fór.







Athugasemdir
banner
banner
banner