Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. mars 2019 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lescott myndi ekki taka neinn úr Liverpool til Man City
Joleon Lescott.
Joleon Lescott.
Mynd: Getty Images
Enginn leikmaður Liverpool myndi komast í byrjunarlið Manchester City að mati Joleon Lescott, fyrrum varnarmanns City.

Man City og Liverpool eru að berjast um enska meistaratitilinn. Liverpool er núna með tveimur stigum meira, en City á leik til góða í deildinni.

Lescott, sem varð tvisvar Englandsmeistari með Manchester City, myndi ekki skipta neinum úr sterkasta byrjunarliðinu hjá City fyrir leikmann Liverpool - ekki einu sinni Virgil van Dijk.

„Ég hef verið mjög hrifinn af Aymeric Laporte á þessu tímabili. Það er hægt að segja að hann hafi haft svipuð áhrif hjá City og Van Dijk hefur haft hjá Liverpool."

Van Dijk þykir líklegur til þess að vera leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Þess má geta að Lescott hefur starfað sem sérfræðingur hjá Sky Sports. Hann lagði skóna á hilluna 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner