Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. mars 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool komið í kapphlaupið um Hudson-Odoi
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er klár á þessum landsliðsföstudegi. Í pakkanum koma fyrir helstu lið enska boltans og verður áhugavert að sjá hvaða orðrómar munu rætast á næstu mánuðum.


Chelsea er að skoða Nuno Espirito Santo, stjóra Wolves, og Frank Lampard, stjóra Derby, sem mögulega arftaka Maurizio Sarri. (Sun)

Manchester United ætlar að kaupa Harry Maguire af Leicester fyrir 65 milljónir punda. (Star)

Liverpool er komið í kapphlaupið um Callum Hudson-Odoi, 18. Bayern München og Borussia Dortmund eru þegar áhugasöm. (Bild)

Orðrómar sem tengja Christian Eriksen, 27, við Real Madrid verða háværari með hverjum deginum. (Talksport)

David Alaba, 26 ára varnarmaður Bayern, segist hafa haldið með Arsenal í æsku. Hann gæti verið á förum frá München. (Bild)

Felipe Anderson, 25 ára sóknartengiliður West Ham, er næstur á óskalista Real Madrid eftir Eden Hazard. Anderson er falur fyrir 65 milljónir punda. (Sky Sports)

Everton ætlar að krækja í Salomon Rondon, 29 ára sóknarmann West Brom sem er á láni hjá Newcastle út tímabilið. (Star)

AC Milan er í viðræðum við Cagliari um kaup á miðjumanninum öfluga Nicolo Barella, 22. (Sky Italia)

PSG ætlar að fá Ander Herrera, 29 ára miðjumann Man Utd, frítt í sumar. (Sun)

Chelsea er að íhuga að enda lánssamning Gonzalo Higuain, 31, eftir tímabilið. Hann myndi þá snúa aftur til Juventus í sumar. (Marca)

Atletico Madrid ætlar að reyna við Paulo Dybala, 25, ef Juventus biður ekki um alltof mikinn pening. (Calciomercato)

Manchester City er að vonast til að krækja í Ronaldo Camara, 16 ára sóknartengilið Benfica. (Evening Standard)

Man Utd gæti keypt Bruno Fernandes, 24 ára miðjumann og fyrirliða Sporting CP. (Star)

Inter ætlar að reyna að stela Andre Gomes, 25, af Everton í sumar. Gomes hefur verið að gera góða hluti á láni hjá Everton á tímabilinu. (Sport)

Mauro Icardi gæti yfirgefið Inter fyrir minna en 50 milljónir punda. Real Madrid og Juventus eru áhugasöm. (Marca)

Liverpool ætlar ekki að kalla Loris Karius, 25, til baka frá Besiktas þar sem hann er á láni. Karius bað persónulega um að fara aftur heim. (Mirror)

Liverpool mun ekki eyða svimandi fjárhæðum í sumarglugganum. (Liverpool Echo)

Umboðsmaður Milan Skriniar, 24 ára varnarmanns Inter, heldur því fram að Real Madrid og Barcelona hafi bæði áhuga á leikmanninum. (Goal)

Uli Hoeness, forseti Bayern, heldur því fram að Pep Guardiola þurfi að fljúga til Sheikh Mansour, eiganda Man City, til að sýna honum myndbönd af leikmönnunum sem hann vill kaupa. Þetta þarf Pep að gera áður en hann fær grænt ljós til leikmannakaupa. (Goal)

Fenerbahce vill fá Caglar Soyuncu, 22 ára varnarmann Leicester, á láni á næsta tímabili. (Leicester Mercury)
Athugasemdir
banner
banner