fös 22. mars 2019 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho var fljótur að eyða tísti um Man Utd
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, er sagður á óskalista Manchester United fyrir sumarið. Sancho hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi.

Þessi 18 ára gamli leikmaður yfirgaf Manchester City í von um meiri spiltíma. Hann hefur fengið hann hjá Dortmund og nýtt hann til hins ítrasta.

Nú eru sögusagnir um það að nágrannar Man City í United ætli að kaupa Sancho í sumar. Sancho kostar líklega um 100 milljónir punda.

Sancho ýtti undir þann orðróm að hann sé á leið til United með því að endurtísta tísti frá Goal.com fyrr í dag.

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður United, sagði í viðtal við Goal.com að hann vildi sjá sitt fyrrum félag næla í Sancho. Goal deildi viðtalinu á Twitter og sá Sancho það greinilega. Hann endurtísti því en var svo fljótur að eyða því.

„Ég myndi allan daginn taka hann til United," sagði Ferdinand í viðtalinu.

Sancho er í kvöld í byrjunarliði Englands gegn Tékklandi í undankeppni EM.

Verður hann leikmaður Manchester United á næsta tímabili?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner