Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. mars 2019 14:22
Ívan Guðjón Baldursson
Shevchenko: Piatek er arftaki minn hjá Milan
Mynd: Getty Images
Andriy Shevchenko átti glæsilegan feril sem sóknarmaður og er enn í dag goðsögn hjá AC Milan. Hann lék einnig fyrir Dynamo Kiev og Chelsea á ferlinum en er í dag landsliðsþjálfari Úkraínu.

Shevchenko var í viðtali á Sport Mediaset í dag og lýsti þar yfir aðdáun sinni að Krzysztof Piatek sem gerði sigurmark Pólverja gegn Austurríki í undankeppni EM í gærkvöldi.

Piatek hefur verið frábær í ítalska boltanum á tímabilinu og fór frá Genoa til Milan í janúar. Hann skoraði nánast í hverjum leik hjá Genoa og heldur uppteknum hætti hjá Milan þar sem hann er kominn með 8 mörk í 10 leikjum.

„Piatek er arftaki minn, það er engin spurning. Hann skorar alvöru framherjamörk og er með þessa eðlishvöt sem helstu markaskorarar heims þurfa að hafa," sagði Shevchenko.

„Hann getur skotið með báðum fótum og er góður í loftinu. Með hann í fararbroddi getur Milan náð sér í Meistaradeildarsæti."
Athugasemdir
banner
banner
banner