banner
   fös 22. mars 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skyldusigur íslenska liðsins í Andorra
Icelandair
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir stuðningsmenn í Andorra.
Íslenskir stuðningsmenn í Andorra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andorra 0 - 2 Ísland
0-1 Birkir Bjarnason ('22 )
0-2 Viðar Örn Kjartansson ('80 )
Lestu nánar um leikinn

Ísland er komið með sín fyrstu þrjú stig í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Andorra á útivelli í kvöld. Leikurinn fór fram á erfiðu gervigrasi í höfuðborginni, Andorra la Vella.

Ísland var skyldugt til að vinna þennan leik enda er Andorra 132. sæti á heimslista FIFA. Tap eða jafntefli hefði í raun og veru verið hræðilegt.

Fínn sigur Íslands
Á fjórðu mínútu leiksins vildi Andorra fá vítaspyrnu þegar leikmaður liðsins féll inn í teig. Dómari leiksins dæmdi hins vegar ekkert og leikurinn hélt áfram.

Í fyrri hálfleik var Ísland heilt yfir betri aðilinn, eins og búast mátti við, en Andorra átti líka sín augnablik. Andorra skapaði sér ekki neitt dauðafæri, en var að ógna. Ísland hins vegar skapaði sér dauðafæri og skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu. Það skoraði Birkir Bjarnason eftir hornspyrnu.

RÚV birti myndband af markinu. Smelltu hér til að sjá markið.

Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 1-0 fyrir Ísland.

Seinni hálfleikurinn var heilt yfir mjög rólegur. Aðeins eitt mark var skorað í honum. Á 70. mínútu kom Viðar Örn Kjartansson inn á fyrir Alfreð Finnbogason. Viðar er mættur aftur í landsliðið eftir að hafa verið hættur í því um stutt skeið. Viðar skoraði annað mark Íslands í leiknum á 80. mínútu.

Birkir Már Sævarsson sendi boltann inn í teiginn af hægri kantinum og kláraði Viðar frábærlega. Hans fyrsta landsliðsmark í keppnisleik.

Viðar beindi fagni sínu í áttina að Kjartani Henry Finnbogasyni.


Hvað þýða þessi úrslit?
Ísland byrjar á sigri í undankeppninni og er með þrjú stig. Næsti leikur verður aðeins erfiðari þegar við mætum Heimsmeisturum Frakklands í París.


Athugasemdir
banner
banner
banner