Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. mars 2019 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjörnur Frakklands ekki hvíldar fyrir leikinn gegn Íslandi
Mbappe er í byrjunarliði Frakka.
Mbappe er í byrjunarliði Frakka.
Mynd: Getty Images
Sancho er í byrjunarliði Englands.
Sancho er í byrjunarliði Englands.
Mynd: Getty Images
Ísland etur kappi við Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á Andorra í kvöld.

Smelltu hér til að sjá byrjunarlið Íslands í leiknum.

Leikurinn hefst klukkan 19:45, en á sama tíma eru nokkrir aðrir leikir. Verða þjóðir eins og England, Frakkland og Portúgal í eldlínunni.

Leikir kvöldsins:
H-riðill
19:45 Albanía - Tyrkland
19:45 Andorra - Ísland (RÚV)
19:45 Moldóva - Frakkland (Stöð 2 Sport 3)

A-riðill
17:00 Búlgaría - Svartfjallaland
19:45 England - Tékkland (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill
19:45 Lúxembúrg - Litháen
19:45 Portúgal - Úkraína

Pogba, Kante og Mbappe byrja
Heimsmeistarar Frakklands eru með okkur Íslendingum í riðli og eru þeir í kvöld í heimsókn í Moldavíu.

Frakkar eru ekki að hvíla lykilmenn fyrir leikinn gegn Íslandi. Öll stóru nöfnin byrja þennan leik; Mbappe, Pogba, Kante og fleiri.

Byrjunarlið Frakklands gegn Moldavíu: Lloris, Kurzawa, Umtiti, Varane, Pavard, Kante, Pogba, Coman, Griezmann, Mbappe, Giroud.

Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði ríkjandi Evrópumeistara Portúgals gegn Úkraínu og hjá Englandi fær hinn efnilegi Jadon Sancho tækifæri í byrjunarliðinu. England mætir Tékklandi á Wembley.

Byrjunarlið Englands gegn Tékklandi: Pickford, Walker, Keane, Maguire, Chilwell, Henderson, Dier, Alli, Sterling, Sancho, Kane.

Byrjunarlið Portúgals gegn Úkraínu: Patricio, Cancelo, Pepe, Dias, Guerreiro, Carvalho, Neves, Moutinho, Bernardo Silva, Ronaldo, Andre Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner