Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. mars 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Strákarnir okkar hefja leik í undankeppni EM2020 gegn Andorra
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar sinn fyrsta leik í undankeppni EM í dag. Andorra er mótherji Íslands.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á fótbolti.net. Elvar Geir er okkar maður í Andorra og sér til þess að þú fáir það helsta úr leiknum beint í æð! Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Leikurinn fram á þjóðarleikvangi Andorra, Estadi Nacional vellinum. Völlurinn tekur rúma 3000 áhorfendur í sæti og verða um 150 Íslendingar á vellinum. Á vellinum er gervigras eins og frægt er orðið.

Aron Einar Gunnarsson verður mögulega ekki með í kvöld og
í líklegu byrjunarliði sem sett var fram fyrir leikinn var Ara Frey Skúlasyni stillt upp á vintri kantinum. Spennandi verður einnig að sjá hvort eða hvaða hlutverk Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson fær í kvöld.

Álitsgjafar fótbolti.net gáfu sitt álit á því hversu mörg stig landsliðsið myndi fá í þessum landsleikjaglugga, álitsgjafarnir eru misjafnlega bjartsýnir fyrir komandi verkefni.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Hina leikina í undankeppni EM sem fara fram í dag og um helgina má sjá hér.

A-landslið karla - EM 2022
19:45 Andorra-Ísland (Estadi Nacional)
Athugasemdir
banner
banner