Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. mars 2019 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn kvennaliðs PSG mættu vopnaðir gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chelsea lagði PSG að vell er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gærkvöldi. Úrslitin voru þó ekki helsta umræðuefni fjölmiðla að leikslokum, heldur sú staðreynd að lítill hópur stuðningsmanna PSG mætti vopnaður og með fíkniefni á útileikinn.

Lögreglan kom auga á stuðningsmennina áður en þeir komust inn á völlinn og beindi þeim í burtu. Ein manneskja var handtekin fyrir vörslu fíkniefna og var lagt hald á talsvert magn hnífa og hnúajárna sem gestirnir höfðu tekið með sér úr höfuðborg Frakklands.

„Ég vona að þetta hræði ekki stuðningsmenn okkar fyrir seinni leikinn. Þetta er fáránleg hegðun, stuðningsmenn verða að haga sér," segir Emma Hayes, þjálfari Chelsea, um málið.

Stjórn PSG gefur ekki mikið fyrir þessar fregnir og gagnrýnir viðbrögð lögreglunnar í London. Ennfremur stendur franska félagið með stuðningsmönnum sínum og ásakar Chelsea og lögregluna í London um lygar.

„Lögreglan hefur ekki fært nein sönnunargögn fyrir máli sínu og ekki gefið nægilega góðar útskýringar á hvers vegna hópi stuðningsmanna var meinað að horfa á leikinn. Lögreglan leitaði á öllum stuðningsmönnum okkar og við gerðum ráð fyrir því að hún myndi ekki hleypa þeim seku aftur af enskri grundu óáreittum," segir PSG.

„Við tókum eftir því að Chelsea vildi ekki fá stuðningsmenn okkar á leikinn um morguninn á leikdegi. Þá var verið að tala um meintar skemmdir á leikvanginum en okkar stuðningsmenn voru ekki komnir til London þegar þær fregnir bárust.

„Við styðjum fyllilega við bakið á stuðningsmönnum PSG og vonum að óbilandi ástríða þeirra skili sér í seinni leiknum á miðvikudaginn."

Athugasemdir
banner
banner