Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. mars 2019 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Frakkland og England unnu sína leiki
Frakkland er næsti mótherji Íslands.
Frakkland er næsti mótherji Íslands.
Mynd: Getty Images
Sterling fer heim með boltann.
Sterling fer heim með boltann.
Mynd: Getty Images
Evrópumeistararnir fengu ekki óskabyrjun.
Evrópumeistararnir fengu ekki óskabyrjun.
Mynd: Getty Images
Ísland vann skyldusigur á Andorra í undankeppni EM í kvöld. Nokkrir aðrir leikir voru í undankeppninni á þessu föstudagskvöldi.

Í riðli okkar Íslendinga vann Frakkland öruggan sigur á Moldavíu. Antoine Griezmann, Raphael Varane og Olivier Giroud komu Frökkum í 3-0 og Kylian Mbappe við fjórða markinu á 87. mínútu.

Heimamenn í Moldavíu náðu hins vegar að minnka muninn undir lokin og urðu lokatölur því 4-1. Næsti leikur Heimsmeistara Frakklands er gegn Íslandi á mánudag.


Tyrkland vann þá sterkan 2-0 sigur gegn Albaníu.

England bauð upp á veislu
Í Lundunum átti England ekki í neinum vandræðum með Tékkland. Raheem Sterling skoraði fyrsta markið á 24. mínútu og fyrir leikhlé bætti Harry Kane við marki úr vítaspyrnu.

Í síðari hálfleiknum fullkomnaði Sterling þrennu sína og urðu lokatölur 5-0. England byrjar af krafti í þessari undankeppni.


Framtíðin er björt hjá Englandi. Leikmenn eins og Jadon Sancho, Declan Rice og Callum Hudson-Odoi spiluðu í þessum leik.

Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal gerðu markalaust jafntefli við Úkraínu. Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari. Engin draumabyrjun hjá Portúgölum.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

A-riðill
England 5 - 0 Tékkland
1-0 Raheem Sterling ('24 )
2-0 Harry Kane ('45 , víti)
3-0 Raheem Sterling ('62 )
4-0 Raheem Sterling ('68 )
5-0 Tomas Kalas ('84 , sjálfsmark)

Búlgaría 1 - 1 Svartfjallaland
0-1 Stefan Mugosa ('50 )
1-1 Todor Nedelev ('82 , víti)

B-riðill
Portúgal 0 - 0 Úkraína

Lúxemborg 2 - 1 Litháen
0-1 Fedor Cernych ('14 )
1-1 Leandro Barreiro Martins ('45 )
2-1 Gerson Rodrigues ('55 )

H-riðill
Moldavía 1 - 4 Frakkland
0-1 Antoine Griezmann ('24 )
0-2 Raphael Varane ('27 )
0-3 Olivier Giroud ('36 )
0-4 Kylian Mbappe ('87 )
1-4 Vladimir Ambros ('89 )

Albanía 0 - 2 Tyrkland
0-1 Burak Yilmaz ('21 )
0-2 Hakan Calhanoglu ('55 )
Athugasemdir
banner
banner
banner