Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 22. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jökull Andrésson (Reading)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tahith Chong
Tahith Chong
Mynd: Getty Images
Stór munnur á Brandon Williams.
Stór munnur á Brandon Williams.
Mynd: Getty Images
Axel Óskar Andrésson
Axel Óskar Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Charlie Adam (fyrir miðju) fagnar í leik með Reading. Hann kleip eitt sinn í Jökul og sagði hann of feitan.
Charlie Adam (fyrir miðju) fagnar í leik með Reading. Hann kleip eitt sinn í Jökul og sagði hann of feitan.
Mynd: Getty Images
Jökull Andrésson er uppalinn hjá Aftureldingu en hefur verið á mála hjá Reading á Englandi frá árinu 2014.

Jökull er markmaður og munu lesendur Fótbolta.net fá að fræðast um feril hans til þessa á næstunni. Núna sýnir hann hina hliðina sína.

Fullt nafn: Jökull Andrésson

Gælunafn: Jölli

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Single

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Tæknilega er ég ekki ennþá búinn að gera það en ég spilaði æfingaleik með aðalliðinu hjá Reading á undirbúningstímabilinu síðasta sumar.

Uppáhalds drykkur: Gatorade

Uppáhalds matsölustaður: Nando's

Hvernig bíl áttu: Mercedes Benz c-class

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Suits, Brooklyn 99

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi JR

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim, cookie dough, Oreo og nutella

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það er leiðinlegt SMS frá bankanum

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er ekki mikill Liverpool aðdáandi, en þeir eru fínir þannig ég segi kannski nei við þá.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Chong skólaði mig en það er mögulega Fernando í Sevilla, gaurinn var stjórinn á vellinum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það verður að vera Villberg Sverrison (Villi) hann er kóngurinn

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Brandon Williams, hann er með stóran munn

Sætasti sigurinn: Alltaf þegar maður vann Breiðablik, ekkert betra

Mestu vonbrigðin: Í hvert skipti sem maður tapaði á móti Breiðablik

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn íslenskan leikmann í þitt lið: Sorry verð að segja tvo. Axel Óskar Andrésson eða Ísak Snær Þorvaldsson.. Mínir menn

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Axel Óskar Andrésson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Létt... Ég

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk Gunnarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Andy Rinomhota í Reading, kjellinn er skepna

Uppáhalds staður á Íslandi: Það er bara einn staður og það er Subway.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég fékk einu sinni heilahristing í leik og það var hætt við leikinn, sem betur fer vorum við að tapa þannig ég kvarta ekki.. Leikmennirnir í hinu liðinu voru ekki sáttir samt

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Bara að vera í símanum eða eitthvað

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, elska aðrar íþróttir... Nba, Handboltanum á Íslandi og allskonar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði, ég skil þetta ekki.

Vandræðalegasta augnablik: Charlie Adam greip einu sinni í magann minn og gerði grín af mér hvað ég væri feitur... Það var mikið low point.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Cristiano Ronaldo, Ísak Snær Þorvaldsson hann myndi alltaf gera eitthvað fyndið og Stevie G.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég get klárað Rubix kubb á innan við tveimur mínútum, er mjög stoltur af því.

Hverju laugstu síðast: Laug að þjálfaranum að ég fór í ræktina þegar ég gerði það ekki (hef góða afsökun)

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppstilling daginn fyrir leik, það er mjög mikilvægt en það bara alveg drepur mann

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Er sem betur fer ekki í sóttkví, þannig ég fæ bara að lifa venjulega. Alltaf muna að þrífa á sér hendurnar!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner