Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. apríl 2019 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Chelsea og Burnley: Jói Berg á bekknum
Eden Hazard er á sínum stað
Eden Hazard er á sínum stað
Mynd: Getty Images
Chelsea og Burnley eigast við í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00. Leikurinn er á Stamford Bridge.

Chelsea er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu og getur liðið með sigri í kvöld komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar.

Burnley er í 15. sæti með 39 stig og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli.

Jóhann Berg Guðmundsson er á bekknum hjá Burnley en Chelsea stillir upp sínu sterkasta liði.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Christensen, Luiz, Emerson, Kante, Jorginho, Loftus-Cheek, Hudson-Odoi, Higuain, Hazard.

Byrjunarlið Burnley: Heaton; Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor; Cork, Westwood; Hendrick, McNeil; Barnes, Wood.
Athugasemdir
banner
banner
banner