Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. apríl 2019 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: Solskjær ætti að losa sig við Pogba og de Gea
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, var sérfræðingur í setti hjá Sky Sports í gær.

Manchester United tapaði illa gegn Everton, 4-0 á Goodison Park. Carragher tjáði sig um stórstjörnur United og hegðun þeirra.

„Það eru alltaf sömu gæjarnir sem eru með einhver vesen hjá Solskjær. Paul Pogba og Anthony Martial. Svo er eins og að samningamálin séu mikið að trufla de Gea," sagði Carragher í gær.

„Þetta minnir mig á þegar við í Liverpool vorum með Suarez og Gerrard. Við hugsuðum að við mættum ekki missa þessa leikmenn. Þeir eru allt hjá félaginu."

„Mér finnst sama hugsun vera hjá United. Pogba og de Gea vilja fá nýja samninga og eru að spila mjög illa eins og stendur. Martial var held ég að semja um daginn."

„Sú hugmynd að mega ekki missa leikmenn er galin fyrir Man United! Þetta er eitt stærsta félag í heimi og þessir leikmenn virðast ekki gera gæfumunin eins og er."

„Ef leikmennirnir sýna ekki sitt rétta andlit og leika vel fyrir félagið ætti það að losa leikmennina í burtu. Ef félagið ætlar sér að gera einhverja hluti verður það einfaldlega að segja við þá: 'ef þið viljið ekki gera eins og við, farið þá og við finnum aðra í þetta verkefni'. Þetta er Manchester United!"

„Aldrei gleyma því að þetta er risafélag og á að notfæra sér það. Aldrei leyfa leikmönnum að ráða hvert félagið stefnir. Losið ykkur við þá!"


Pogba byrjaði vel undir stjórn Solskjær en hefur dalað undanfarið. De Gea gerði sín önnur dýrkeyptu mistök í leiknum í gær á innan við viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner