Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 22. apríl 2019 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Jón Dagur lagði upp í tapi
Jón Dagur í landsliðsverkefni í janúar.
Jón Dagur í landsliðsverkefni í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hobro 3-2 Vendsyssel

Jón Dagur Þorsteinsson, vængmaður sem er á láni hjá Vendsyssel frá Fulham, var í byrjunarliði Vendsyssel sem heimsótti Hobro í dönsku Superliga í dag. Jón Dagur er tvítugur.

Hobro vann leikinn 3-2 og spilaði Jón Dagur fyrstu 84 mínúturnar.

Jón Dagur lagði upp seinna mark Vendsyssel þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 á 73. mínútu. Finninn Benjamin Kallman skoraði markið. Jón Dagur tók aukaspyrnu vinstra megin við teig Hobro sem Kallman skallaði í netið.

Liðin leika bæði í riðli 2 í fallumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Hobro er í neðsta sæti riðilsins með tveimur færri stig en Vendsyssel sem er í næst neðsta sæti með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner