Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. apríl 2019 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Dyche: Frábært tímabil hjá okkur
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley á Englandi, varði leikstíl liðsins eftir 2-2 jafnteflið gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld.

Burnley hefur verið að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og þurfti stig á Stamford Bridge.

Liðið komst yfir með marki frá Jeff Hendrick en lenti svo 2-1 undir nokkrum mínútum síðar. Ashley Barnes jafnaði metin og eftir það fór Burnley að tefja leikinn.

Liðið var afar klókt í sínum aðgerðum og fór heim með stig.

„Við höfum sýnt mikla seiglu á tímabilinu. Það eru leikmenn þarna úti sem eru klárlega teknískari en okkar leikmenn. Það eru margir að segja að þetta sé slæmt tímabil hjá okkur en þetta hefur verið frábært tímabil að mínu mati," sagði Dyche.

„Ruglingurinn og meiðslin hafa gert okkur erfitt fyrir en við þurfum að minna okkur á hvað kom okkur alla þessa leið."

„Ég sem þjálfari vill auðvitað sjá framfarir og það sama gildir um leikmennina og þjálfaraliðið og maður hefur séð marga leikmenn eflast eins og með Dwight McNeil og marga aðra."

„Launakostnaðurinn er eitthvað um 58 milljónir punda á ári og það eru ekki mörg félög sem eru með minna en það. Við einbeitum okkur að okkar liði og það er mjög mikilvægur kostur

„En við getum ekki farið að slaka á og njóta. Við erum samt búnir að ná í 40 stig og það er mjög stórt fyrir okkur. Ef það gerist ekki eitthvað óvenjulegt í lokaleikjum tímabilsins þá verðum við að spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili,"
sagði Dyche í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner