Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 22. apríl 2019 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefur Real ekki efni á Pogba?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pogba, Coutinho, Hazard, Phelan, Carrick og Perez koma fyrir í slúðurpakka dagsins.



Launakröfur miðjumanns Manchester United, Paul Pogba(26), gætu komið í veg fyrir að Real Madrid geti fengið hann.(AS)

Chelsea er að íhuga að fá Philippe Coutinho(26), leikmann Barcelona, sem arftaka fyrir Eden Hazard(28). Búist er við því að Hazard fari til Real Madrid.(Calciomercato)

Manchester United er tilbúið að bjóða Mike Phelan stöðu sem framkvæmdastjóri tæknimála hjá félaginu. Félagið mun þá bjóða Michael Carrick aðstoðarstjóra stöðuna.(Mail)

Liverpool og Arsenal eru tilbúin að bjóða í Thorgan Hazard(26) miðjumann Borussia Monchengladbach.(Star)

Liverpool hefur haft samband við Lille vegna framherjans Nicolas Pepe(23) sem er frá Fílabeinsströndinni.(Mirror)

Ayoze Perez(25) hefur gefið það út að hann sé að skoða stöðu sína og gæti mögulega verið á leið burt frá Newcastle.(Mirror)

Framtíð Rafael Benitez sem stjóra Newcastle veltur á því að hann fái 100 milljónir punda til þess að eyða í leikmenn í sumar.(Star)

Forseti Nice, Gauthier Ganaye, hefur sagt að félagið gæti reynt við Olivier Giroud(32) framherja Chelsea.(Goal.com)

Thierry Henry(41), fyrrum stjóri Monaco og leikmaður Arsenal, er í viðræðum við New York Red Bulls um að taka við stjórastöðu hjá félaginu.(Sky Sports)

Kylian Mbappe(20) framheri PSG neitaði því að hann væri á leið til Real Madrid eftir að hann skoraði þrennu í gær.(Goal.com)

Edinson Cavani(32) framherji PSG vildi hins vegar ekki staðfesta hvar hann spilar á næstu leiktíð eftir leikinn í gær.(Goal.com)
Athugasemdir
banner
banner