Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 22. apríl 2019 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert, Daníel og Aron allir á skotskónum í Noregi
Aron Elís Þrándarson skoraði eitt og lagði upp annað í fjögurra marka sigri
Aron Elís Þrándarson skoraði eitt og lagði upp annað í fjögurra marka sigri
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var nóg um að vera í Skandinavíu í dag en Álasund vann 4-2 sigur á Skeid þar sem þrír Íslendingar komust á blað.

Álasund er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum en liðið skoraði fjögur gegn Skeid í dag. Aron Elís Þrándarson kom heimamönnum yfir með skalla á 15. mínútu áður en Daníel Leó Grétarsson bætti við öðru eftir hornspyrnu og þá gerði Hólmbert Aron Friðjónsson þriðja markið með skalla.

Aron Elís lagði svo upp fjórða markið í góðum sigri og Álasund í efsta sæti 1. deildarinnar í Noregi með 10 stig.

Viðar Ari Jónsson kom inná á 87. mínútu er Sandefjord gerði 3-3 jafntefli við Tromsdalen. Emil Pálsson var fjarri góðu gamni í dag og lék ekki með Sandefjord.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start sem tapaði fyrir Sandnes Ulf í sömu deild en leiknum lauk með 2-0 sigri Sandnes. Kristján Flóki Finnbogason kom inná sem varamaður á 70. mínútu leiksins en Guðmundur Andri Tryggvason sat á bekknum hjá Start.

Enginn Íslendingur kom við sögu í tveimur efstu deildum Svíþjóðar en Andri Rúnar Bjarnason er meiddur og spilaði ekki í 3-1 tapi Helsingborg gegn Gautaborg. Í B-deildinni voru þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Nói Snæhólm Ólafsson báðir í hóp í 2-2 jafntefli Halmstad gegn Syrianska en komu þó ekki við sögu.

Hjörtur Hermannssonn lék allan leikinn í 2-1 sigri Bröndby á Midtjylland í toppbarátturiðlinum í Danmörku. Bröndby er í fimmta sæti riðilsins með 43 stig, tveimur stigum á eftir Esbjerg en liðin berjast um Evrópudeildarsæti.

Adam Örn Arnarson spilaði þá tæpar tíu mínútur í 1-0 sigri Göbrik Zabrze á Arka Gdynia í pólsku úrvalsdeildinni en liðið leikur í átta liða neðri hluta deildarinnar og er þar í þriðja sæti en þetta er svokallaður fallriðill.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner