mán 22. apríl 2019 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Hudson-Odoi ekki meira með á tímabilinu
Callum Hudson-Odoi fór meiddur af velli og er frá út tímabilið
Callum Hudson-Odoi fór meiddur af velli og er frá út tímabilið
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea á Englandi, verður ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa meiðst í 2-2 jafnteflinu gegn Burnley í kvöld.

Hudson-Odoi er aðeins 18 ára gamall og kom fyrst í sviðsljósið á þessu tímabili en hann er með 5 mörk og 5 stoðsendingar í 23 leikjum.

Hann var í byrjunarliði Chelsea í kvöld en þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla.

Hann tilkynnti svo eftir leikinn í kvöld að hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann sleit hásin en það hefur nú fengist staðfest í erlendum miðlum.

Þetta gæti mögulega hafa verið hans síðasti leikur fyrir Chelsea en fjölmörg lið frá Þýskalandi hafa áhuga á honum sem og önnur lið á Englandi og hafnaði Chelsea meðal annars tveimur tilboðum frá Bayern München í janúar.



Athugasemdir
banner
banner
banner