Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. apríl 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Josh Maja fyrsti Englendingurinn í sjö ár til þess að skora í frönsku deildinni
Josh Maja í Sunderland treyju.
Josh Maja í Sunderland treyju.
Mynd: Getty Images
Josh Maja þekkja sumir úr þáttunum Sunderland 'Til I Die. Þar var Maja einn af ungu leikmönnum Sunderland sem var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu.

Maja spilaði mjög vel fyrir áramót hjá Sunderland í League One á Englandi og skoraði fimmtán mörk í 24 leikjum fyrir félagið.

Í janúar var hann svo keyptur til Bordeaux í frönsku Ligue 1. Þar hafði hann spilað sex leiki án þess að skora. Á laugardaginn breyttist það og skoraði Maja eina mark Bordeaux í 2-1 tapi liðsins gegn Nimes.

Maja varð með markinu fyrsti Englendingurinn til þess að skora í frönsku deildinni síðan að Joe Cole gerði það árið 2012. Þá lék Cole fyrir Lille.




Athugasemdir
banner
banner